Teymi þjóðkirkjunnar

21. nóvember 2019

Teymi þjóðkirkjunnar

Kirkjuþingsbjallan

Samkvæmt 4. gr. starfsreglna um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar, skipaði kirkjuráð þrjá fulltrúa í teymi þjóðkirkjunnar. Þeir eru: Bragi Björnsson, lögmaður, formaður Karl Einarsson, geðlæknir, og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi, varaformaður.

Teymi þjóðkirkjunnar er ætlað að vera óháð teymi er stuðlar að aðgerðum gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og veita stuðning og ráðgjöf við meðferð kynferðisbrota er kunna að koma upp innan þjóðkirkjunnar.

Starfsreglum þjóðkirkjunnar um hlutverk teymisins, sem samþykktar voru á kirkjuþingi í mars 2019 samkvæmt heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, má finna hér.

Teymi þjóðkirkjunnar kom saman til fyrsta fundar 11. nóvember s.l. Fyrsti formlegi fundur teymisins verður, 28. nóvember n.k. Unnið er að því að setja upp vefsvæði, móta verkferla og verklagsreglur. Þar til sett hefur verið upp sérstakt netfang fyrir teymið geta þau sem vilja koma erindum til teymisins sent þau á netfangið bragi@foss.is.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Menning

  • Samfélag

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall