Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

30. desember 2019

Einn sótti um Eyrarbakkaprestakall

Altaristaflan í Eyrarbakkakirkju er máluð af Louise Danadrottningu, konu Kristjáns konungs IX., og gefin kirkjunni 1891

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall rann út á miðnæti 18. desember s.l.

Einn sótti um, sr. Arnaldur Bárðarson, settur sóknarprestur í prestakallinu. 

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Biskup Íslands skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2020.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.