Sóknir: Uppgjör og skil

27. janúar 2020

Sóknir: Uppgjör og skil

Tími uppgjörs (skjáskot)

Á vef Fjársýslunnar má sjá uppgjör sóknargjalda 2019, hér.

Vakin er athygli á því að ársreikningsform sóknar og kirkjugarðs 2019 er komið inn á kirkjan.is, undir: Ársreikningar - form.

Skil á ársreikningi sókna

Sóknum ber að senda undirritaðan ársreikning á pdf-skjali á þjónustuvef kirkjunnar, naust.kirkjan.is en aðgang að þjónustuvef hafa prestar, formaður, ritari og gjaldkeri sóknarnefnda.

Á þjónustuvefnum eru skráðar helstu lykiltölur úr ársreikningi sóknarinnar.

Hlaða þarf upp pdf-eintaki af ársreikningnum á þjónustuvefinn og á sama stað á að skrá lykiltölur úr ársreikningi.

Upplýsingar og aðstoð veitir Magnhildur Sigubjörnsdóttir, magnhildur@biskup.is

Skil á ársreikningi kirkjugarðs

Ársreikning kirkjugarðs ber að senda í tölvupósti á pdf-formi, undirritaðan, til: magnhildur@biskup.is eða í þríriti til Biskupsstofu, Katrínartúni 4, 105 Reykjavík.

hsh

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.