Sr. Stefán Lárusson, pastor emeritus, kvaddur

6. febrúar 2020

Sr. Stefán Lárusson, pastor emeritus, kvaddur

Sr. Stefán Lárusson

Sr. Stefán Lárusson, fyrrum sóknarprestur í Odda, lést á Landspítalanum 25. janúar s.l. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, 6. febrúar, kl. 13.00.

Sr. Stefán fæddist á Miklabæ í Blönduhlíð í Akrahreppi í Skagafirði 18. nóvember 1928. Foreldrar hans voru hjónin sr. Lárus Arnórsson, sóknarprestur í Miklabæ, og Guðrún Björnsdóttir, húsfreyja.

Eftirlifandi eiginkona hans er Ólöf Sigríður Jónsdóttir, kennari og kirkjuvörður, og eignuðust þau fjögur börn, þau Jón Lárus, Stefán, Guðrúnu Svövu og Björn Grétar.

Sr. Stefán ólst upp í Miklabæ og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1954. Síðar stundaði hann framhaldsnám í kirkjusögu 1989-1990. Sr. Stefán var vígður 26. september 1954 til Staðarprestakalls í Grunnavík, með aðsetur í Bolungarvík - þjónaði jafnframt Bolungarvíkurprestakalli. Síðan fékk hann haustið 1955 veitingu fyrir Vatnsendaprestakalli í Suður-Þingeyjarsýslu. Þá veitingu fyrir Núpi í Dýrafirði haustið 1960 með aukaþjónustu í Holtsprestakalli í Önundarfirði. Árið 1964 varð hann sóknarprestur í Oddaprestakalli á Rangárvöllum og þjónaði þar fram á mitt ár 1991.

Sr. Stefán fékkst við kennslu í prestaköllum þeim er hann þjónaði, var einnig prófdómari við ýmsa skóla. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í prestaköllum sínum og tók virkan þátt í samfélagi sóknarbarnanna hvort heldur í sveit eða þorpum.

Sr. Stefán var ljúfmenni mikið og yfirlætislaus maður, nákvæmur og vandaður í hverju verki. Gat verið skoðanafastur en rökstuddi þær vel. Sló á létta strengi ef svo bar við, bókhneigður og víðlesinn. Hann var ekkert gefinn fyrir tildur eða prjál, í erli dagsins gekk hann fram í hógværð og skyldurækni sem hann prédikaði í ræðum sínum og daglegu lífi.

Sr. Stefán Lárusson er kvaddur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...