Kirkjutónlistarkona

9. mars 2020

Kirkjutónlistarkona

Erla Rut Káradóttir, kantor

Útskriftartónleiku Erlu Rutar Káradóttur fóru fram í Hallgrímskirkju í gær.  Þar með lauk hún bakkalárnámi frá kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands í samstarfi við Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Erla Rut lauk jafnframt kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Olivier Messiaen og Jehan Alain.

Tónskóli þjóðkirkjunnar heldur uppi kennslu í kirkjutónlist og litúrgískum fræðum og menntar organista til starfa við kirkjur landsins.

Boðið er upp á fjórar námsbrautir: 

1. Kirkjuorganistapróf sem veitir réttindi til starfa við minni kirkjur.
2. Kantorspróf sem veitir starfsréttindi til að starfa sem organisti innan þjóðkirkjunnar.
3. Einleiksáfanga og BA-gráðu í kirkjutónlist sem kennd er í samvinnu við Listaháskóla Íslands.

Helstu námsgreinar skólans eru orgelleikur, litúrgískt orgelspil, kórstjórn, söngur, sálma og helgisiðafræði, kirkjusöngfræði, kirkjufræði og orgelsmíði.

Skólinn hefur starfað allt frá stofnun embættis söngmálastjóra 1941 en hét þá Söngskóli þjóðkirkjunnar og starfaði í formi námskeiða. Síðar var nafni skólans breytt og hann rekinn sem níu mánaða tónlistarskóli.

Skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar er Björn Steinar Sólbergsson.

Heimasíða Tónskóla þjóðkirkjunnar

hsh
  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...