Þriðji fundur um framtíðarsýn

10. mars 2020

Þriðji fundur um framtíðarsýn

Kirkjan er sem skip á siglingu

Þriðji umræðufundur um framtíðarsýni fyrir þjóðkirkjuna verður haldinn fimmtudaginn 12. mars, í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, á þriðju hæð, í sal sem kallast Þingvellir.

Fundurinn hefst klukkan kl. 12.30 og stendur til kl. 13.15.

Málshefjandi að þessu sinni er dr. Auður Pálsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Einnig verður streymt frá fundinum og það má sjá hér.                     

Málshefjandi fær tíu mínútur til að ræða um hvernig hann eða hún sér kirkjuna fyrir sér eftir 15 – 20 ár þegar núverandi samningar við ríkið verða endurskoðaðir, (sjá: hér. Einnig munu málshefjendur velta fyrir sér framtíð kirkjunnar út frá boðskap kristinnar trúar inn í 21. öldina.

Á eftir verða svo almennar umræður. Umræðum stýrir sr. Halldór Reynisson.

Fundurinn er öllum opinn.

Fjórði fundurinn og sá síðasti í bili verður svo:

Fimmtudaginn 19. mars:

Málshefjandi verður dr. Hjalti Hugason, prófessor við trúarbragða- og guðfræðideild Háskóla Íslands.

Vakin skal athygli á málþingi í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 15. mars, kl. 15.00 þar sem fjallað er um þjóðkirkjuna á 21. öld: Ástand og horfur. Sjá nánar hér.

hsh

 


  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.