Þau sóttu um Kaupmannahöfn

3. apríl 2020

Þau sóttu um Kaupmannahöfn

Jónshús í Kaupmannahöfn

Umsóknarfrestur um starf sendiráðsprests í Kaupmannahöfn rann út á miðnætti þann 2. apríl.

Starfið er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjónar prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.

Fjórar umsóknir bárust.

Þau sóttu um:
Sr. Hannes Björnsson
Sr. Jóhanna Magnúsdóttir
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Sr. Sigfús Kristjánsson

Allar umsóknir fara nú til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta.

Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Biskup ræður í starf sérþjónustuprests að fenginni niðurstöðu matsnefndar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020.

hsh

 




  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.