Háskóli og kirkja

15. júní 2020

Háskóli og kirkja

Kapella Háskóla Íslands - prestsefni æfa þar messusöng og fleira

Nýlega var auglýst laus lektorsstaða í kennimannlegri guðfræði, við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Kennimannleg guðfræði fjallar um það er lýtur að starfi presta, kennimanna, á vettvangi kirkju og safnaða. Segja má að greinin snúist um það hvernig guðfræði sem fræðigrein hríslar sig um í verki úti í söfnuðunum – að brúin sé heil þar á milli en ekki með álnarlöngum bilum hér og þar.

Lektorinn á að sinna kennslu og rannsóknum í kennimannlegri guðfræði ásamt öðru.

Milli guðfræði- og trúarbragðadeildar Háskóla Íslands og þjóðkirkjunnar er í gildi samningur um meðal annars kennslu í kennimannlegum fræðum.

Það kemur ekki á óvart að í auglýsingunni segi að æskilegt sé að umsækjendur hafi prestsreynslu.

En aðrar hæfniskröfur eru:

Kröfur
Doktorspróf í guðfræði.
Æskilegt er að umsækjendur búi yfir kennslureynslu á háskólastigi.
Kunnátta og reynsla til að sinna kennslu á sem flestum sviðum kennimannlegrar guðfræði.
Áhersla er lögð á að viðkomandi sé virkur rannsakandi og hafi víðtæka þekkingu á nýjustu, alþjóðlegu rannsóknum á sviði kennimannlegrar guðfræði.
Samstarfs- og samskiptahæfni.
Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.

Sjá nánar hér.

hsh

                                         

 
  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Trúin

  • Auglýsing

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.