Nýr starfsmaður

29. ágúst 2020

Nýr starfsmaður

Anna Lilja Torfadóttir

Þjóðkirkjan-Biskupsstofa auglýsti eftir upplýsingafræðingi á dögunum og rann umsóknarfrestur út 10. júlí s.l. Þetta starf er tímabundið í hálft ár en með möguleika á fastráðningu.

Anna Lilja Torfadóttir, upplýsingafræðingur, hefur verið ráðin. Hún mun hefja störf um miðjan september. 

Hún er fædd 1968 og lauk meistaraprófi í upplýsingafræðum 2017. Jafnframt hefur hún lokið prófi frá Fóstruskóla Íslands, og stundað nám í söng. Anna Lilja er einnig með kennararéttindi og réttindi til að starfa sem leiðsögumaður.

Anna Lilja hefur sinnt ýmsum störfum. Hún hefur verið leikskólakennari, leikskólastjóri og kennari. Hún var skrifstofustjóri grunnskólans í Urriðaholti. Þá hefur hún unnið sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju.

hsh


  • Menning

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.