Græna stúdíóið flýgur áfram

11. september 2020

Græna stúdíóið flýgur áfram

Dúnurt - falleg og viðkvæm eins og margt í náttúrunni

Græna stúdíóið er rétt nýbyrjað og annar þáttur farinn í loftið. Stúdíóið er grænt hlaðvarp þar sem fjallað er um umhverfismálin frá ýmsum hliðum í grænum september á tímabili sköpunarinnar í þjóðkirkjunni.

Það er Einar Karl Haraldsson sem stjórnar umræðum og viðmælendur hans að þessu sinni eru þau sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og frumkvöðull Hringborðs norðurslóða.

Þau koma víða við en umræðuefnið er fyrst og fremst erindi kirkjunnar og trúarleiðtoga inn á vettvang umhverfis-og loftslagsmála í okkar heimshluta. Og hvernig þau tengsl og nýju verkefni sem skapast hafa við þátttöku þjóðkirkjunnar í Hringborði norðursins hafa haft áhrif á kirkjuna.

Hlustendur verða ekki fyrir vonbrigðum. Þátturinn er hinn hressilegasti og ekkert gefið eftir. 

ekh/hsh


Sr. Agnes, Einar Karl, og dr. Ólafur Ragnar

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.