Bænavikan

16. janúar 2021

Bænavikan

Prestar og lesarar sem komu að þjónustunni

Alþjóðlega bænavikan, eða samkirkjuleg bænavika, hefst formlega mánudaginn 18. janúar. Í tilefni hennar verður útvarpað á morgun guðsþjónustu í Ríkisútvarpinu kl. 11.00 á rás 1 sem Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga hefur veg og vanda af. 

Bænavikunni lýkur 25. janúar n.k.

Kirkjan.is var á vettvangi þegar guðsþjónustan var tekin upp í Grensáskirkju. Þátttakendur í henni eru frá ýmsum kristnum trúfélögum en það er vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, sem prédikar. Fyrir altari þjónuðu þær sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Magnesa Sverrisdóttir, djákni. Lesarar komu frá Hjálpræðishernum, Ingvi Kristinn Skjaldarson; kaþólsku kirkjunni, dr. Jacob Roland; Óháða söfnuðinum, sr. Pétur Þorsteinsson, Aðventkirkjunni, dr. Eric Guðmundsson; Fíladelfíu, Helgi Guðnason; og Íslensku Kristskirkjunni, Lísa María Jónsdóttir.

Eins og svo margt annað mótast bænavikan af kórónuveirufaraldrinum. Öll þau sem tóku þátt í guðsþjónustunni höfðu góða tvo metra á milli sín og flest báru þau grímur.

Það var léttur andi sem sveif yfir hópnum í Grensáskirkju og mikill samhugur sem ríkti þar í anda bænavikunnar.

Heimsráð kirkna og kaþólska kirkjan hafa staðið í sameiningu að útgáfu á efni sem notað er í bænavikunni um allan heim.

Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga skipuleggur bænavikuna en hún var sett á laggirnar árið 1979. Níu kristin trúfélög taka þátt í starfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er dr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir.

Fulltrúar í Samstarfsnefndinni
Aðventkirkjan: dr. Eric Guðmundsson
Fíladelfía: Helgi Guðnason, forstöðumaður
Hjálpræðisherinn: Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi
Íslenska Kristskirkjan: Ólafur H. Knútsson, safnaðarprestur
Kaþólska kirkjan: dr. Jakob Rolland
Óháði söfnuðurinn: sr. Pétur Þorsteinsson
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan: sr. Timur Zolotuskiy
Betanía: Magnús Gunnarsson, pastor
Þjóðkirkjan: dr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Magnea Sverrisdóttir, djákni.

Dagskrá bænavikunnar fer fram á youtube rásinni: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga

 


Þau komu öll að þjónustu í samkirkjulegu guðsþjónustunni


Ungir fiðlarar frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík léku forspil og eftirspil. Ásta Haraldsdóttir lék á orgel og kór Grensáskirkju söng.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Covid-19

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.