Amen.is aukið og endurbætt

1. febrúar 2022

Amen.is aukið og endurbætt

Tíðasöngur í Hallgrímskirkju í Saurbæ, frá vinstri: Benedikt Kristjánsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson - mynd: Margrét Bóasdóttir

Amen.is er fjölbreyttur bænavefur sem finna má meðal annars á vef kirkjunnar, kirkjan.is.

Sjón er vissulega sögu ríkari sem og heyrn. Nú hefur verið bætt við vefinn upptökum af tíðasöng sem og nótum á pdf: Morguntíð, miðmorguntíð, aftansöngur og náttsöngur. Það eru þeir feðgar, sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti, og Benedikt Kristjánsson, tenórsöngvari, sem flytja tíðirnar. Upptakan fór fram í Hallgrímskirkju í Saurbæ og það var Ríkisútvarpið sem sá um þær. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, hafði frumkvæði að verkinu. Tíðirnar byggjast á bók Glúms Gylfasonar, Íslenskur tíðasöngur, útgefin 1998, og frumkvöðulsstarfi þeirra dr. Róbert Abraham Ottóssyni og sr. Sigurði Pálssyni í þessum efnum.

Hvað er tíðasöngur?
Hann er guðsþjónusta til að helga stundir dagsins. Sungnir eru Davíðssálmar, biblíulegir lofsöngvar og lestrar úr Ritningunni. Í kaþólskri tíð voru bænastundirnar átta talsins en Marteinn Lúther lagði til að þeim yrði fækkað. Auk þess skyldi latneskur texti tíðanna sunginn. Þetta olli því að tíðasöngurinn náði ekki fótfestu meðal almennings í lútherskri kirkju. Upp úr 1950 kynntu þeir dr. Róbert Abraham Ottósson og sr. Sigurður Pálsson, tíðasönginn til sögunnar.
Form tíðagerðar er lofgjörð, íhugun, bæn, Biblíutexti. Yfir tíðagerðinni er kyrrð og ró, yfirvegun og hvíld.

Þau sem eru áhugasöm um þennan forna trúar- og menningararf kristninnar geta æft sig í tíðagerðinni með því að hlýða á sönginn.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.