Kjör vígslubiskups á Hólum

22. apríl 2022

Kjör vígslubiskups á Hólum

Hóladómkirkja - heima á Hólum er biskupssetur - mynd: hsh

Samkvæmt þjóðkirkjulögum er Ísland eitt biskupsdæmi. Í starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði segir að umdæmi vígslubiskupa séu tvö, Skálholtsumdæmi og Hólaumdæmi.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur fengið lausn frá embætti vígslubiskups á Hólum frá 1. september 2022.

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefning og kjör nýs vígslubiskups í Hólaumdæmi verði með eftirfarandi hætti:

Dagsetningar kjörs:
Kl. 12 á hádegi 23. júní til kl. 12 á hádegi 28. júní.

Dagsetningar tilnefningar:
Kl. 12 á hádegi 19. maí til kl. 12 á hádegi 24. maí.


Kjörskrá þarf að vera tilbúin tveimur vikum áður en tilnefning hefst.

Á næstu dögum verður kallað eftir að sóknarnefnd eða sóknarnefndir velji allt að 7 kjörfulltrúa úr hverju prestakalli í Hólaumdæmi.

hsh

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Vígslubiskup

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna