Fagnaðarfundir

27. apríl 2022

Fagnaðarfundir

Presta- og djáknastefna sett í Hvammstangakirkju - mynd: Pétur G. Markan

Presta- og djáknastefna var sett í gær af biskupi Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, í Hvammstangakirkju.

Það voru sannarlega fagnaðarfundir þegar prestar og djáknar hittust á Hvammstanga enda í fyrsta skipti í tvö ár sem öll presta- og djáknastéttin hittist á fundi. Árið 2020 var engin presta- og djáknastefna haldin vegna kórónuveirufaraldursins. Í fyrra var presta- og djáknastefna með því sniði að að biskup fundaði með prestum og djáknum í hverju og einu prófastsdæmi út af fyrir sig. Hluti af stefnunni var rafrænn fundur. Það var sannarlega sögulegur viðburður í fyrra þegar presta- og djáknastefnan var sett með rafrænum hætti. En nú var allt sem fyrrum og prestar og djáknar með bros á vör - fagnaðarfundir vina og gamalla skólafélaga. 

Presta- og djáknastefna er haldin einu sinni á ári. 

Aðalefni stefnunnar er að þessu sinni umfjöllun um handbók kirkjunnar. Sú handbók sem nú er í notkun er frá árinu 1981 og búið er að gera drög að nýrri. Þá verður fjallað um sjálfsmynd hins vígða þjóns. 

Presta- og djáknastefna er haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Henni verður slitið á morgun við guðsþjónustu í Melstaðarkirkju og þar mun fráfarandi sóknarprestur, sr. Guðni Þór Ólafsson, prédika. 

hsh


Gengið til kirkju í prósessíu


Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, og sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands


Að lokinni setningu stefnunnar, sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Magnús Magnússon

    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
    b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

    Samstaða og samhugur með Úkraínu

    10. okt. 2025
    Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.