Þau sóttu um

28. apríl 2022

Þau sóttu um

Landspítali - aðalinngangur - mynd: hsh

Umsóknarfrestur um starf  sjúkrahúsprests eða sjúkrahúsdjákna á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi rann út 22. apríl s.l. 

Þess var krafist af umsækjendum að þeir hefðu sérhæft nám í sálgæslu (CPE) eða sambærilegt nám, hefðu lokið mag. theol. - eða djáknanámi og hlotið embættisgengi. Jafnframt væri æskilegt að viðkomandi hefði góða starfsreynslu sem prestur eða djákni.

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júní 2022 eða eftir samkomulagi.

Þessi sóttu um

Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir
Hilmir Þór Kolbeins, mag. theol. 
Hjördís Perla Rafnsdóttir, mag. theol. 
Sr. Sigurður Jónsson
Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, cand. theol.
Þorgeir Albert Elíesersson, mag. theol.
 
Starfið

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf við deild sálgæslu presta og djákna á Landspítala. Starfsvettvangur viðkomandi er þjónusta við deildir spítalans. Sálgæslan sinnir öllum sviðum spítalans og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum.

Hæfniskröfur
Mag. theol. - eða djáknanám ásamt embættisgengi
Framhaldsmenntun í sérhæfðri sálgæslu (CPE) eða sambærileg menntun
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
Rík þjónustulund og jákvætt viðmót.

hsh

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Starf

  • Umsókn

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.