Kynning á frambjóðendum

29. apríl 2022

Kynning á frambjóðendum

Fundarsalur kirkjuþings í Katrínartúni - hverjir munu sitja þarna á næsta kirkjuþingi? - Mynd: hsh

Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, og þar með talið fjárstjórnarvald, nema lög segi annað til um það.

Svo sem kunnugt er verður kosið nýtt kirkjuþing dagana 12. -17. maí næstkomandi. Það er kirkjuþing 2022-2026 og kemur saman í haust.

Alls eru kosnir 29 aðalfulltrúar og svo varamenn þeirra. Kosning er rafræn og kosið er til fjögurra ára í senn.

Kjörskrá hefur verið lögð fram. Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en þremur sólarhringum áður en kosning hefst.

Frambjóðendur kynna sig

Frambjóðendum gefst kostur á að kynna sig á heimasíðu þjóðkirkjunnar, segja frá sjálfum sér og þeim málum er brenna á þeim. Sumir þeirra hafa nú þegar sent frá sér kynningarbréf og það má finna undir mynd af viðkomandi á heimasíðunni.


Kjördæmi vígðra eru þrjú og kjördæmi leikmanna níu.

hsh




  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.