Nýr formaður

11. maí 2022

Nýr formaður

Sr. Arnaldur A. Bárðarson, nýr formaður Prestafélags Íslands

Í gær var haldinn aðalfundur Prestafélags Íslands  í Lindakirkju í Kópavogi. Fjöldi presta sótti fundinn og honum var einnig streymt.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerði lét af formennsku eftir fjögur ár. Á þeim tíma hafa miklar breytingar orðið á stöðu kirkjunnar í landinu og einnig á stöðu presta sem ekki eru lengur ríkisstarfsmenn. Prestafélagið er nú stéttarfélag sem semur um kaup og kjör á vinnumarkaði og gætir hagsmuna félagsmanna.

Nýr formaður var kjörinn á aðalfundinum og var það sr. Arnaldur A. Bárðarson prestur í Árborgarprestakalli.

Nýi formaðurinn
Sr. Arnaldur er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann vígðist til Raufarhafnar árið 1996, þjónaði á Hálsi í Fnjóskadal og Glerárkirkju á Akureyri um árabil. Þá var hann prestur í norsku kirkjunni í tæp átta ár. Frá 2018 hefur hann þjónað í Suðurprófastsdæmi, einkum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sú breyting varð að formennska í Prestafélagi Ísalands er nú hlutastarf. Samhliða formennsku þjónar sr. Arnaldur söfnuðum í Árborg.

hsh

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.