Barnastarf kirkjunnar hefst á ný

7. september 2022

Barnastarf kirkjunnar hefst á ný

Nú er barnastarf kirkjunnar að hefjast víða um land eftir sumarfrí og samkomutakmarkanir.

Í mörgum kirkjum hófst sunnudagaskólinn þann 4.september.

Yfirskrift vetrarins er „Í öllum litum regnbogans.“
Nafnið er fengið úr líflegu sunnudagaskólalagi eftir Þorleif Einarsson, en söngkonan Regína Ósk flytur það ásamt börnum.
Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar samdi og tók saman fræðsluefni vetrarins en myndlistarkonan Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti biblíusögumyndir sem börnin fá að gjöf þegar þau koma í sunnudagaskólann. Myndunum safna þau í litla fjársjóðskistu sem þau fá einnig að gjöf frá kirkjunni sinni.

 

Sú nýbreytni er á kortunum að aftan á þeim eru QR kóðar og forvitnilegar setningar á borð við „Hárgreiðslustofan er opin og svanga pokadýrið kemur í heimsókn“. Til þess að fá nánari skýringu á þessum setningum geta foreldrar opnað QR kóðana. Um leið og foreldrum er þakkað fyrir að hafa valið það að eiga gæðastund með barninu sínu í sunnudagaskólanum er þeim bent á skondnar og skemmtilegar hugmyndir að fleiri gæðastundum heima. Neðan máls eru foreldrar minntir á að spara skjátíma barnanna. Elín Elísabet Jóhannsdóttir tók saman.

Útbúnar hafa verið skemmtilegar auglýsingar í teiknimyndastíl sem kirkjur geta nýtt til að auglýsa barnastarfið. Auglýsingarnar gerði hönnuðurinn Sigrún Hanna Ómarsdóttir.

slg


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna