Söngvar Satans í Bústaðakirkju

27. september 2022

Söngvar Satans í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja - mynd: hsh

 

Dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli fjallar um bókina Söngvar Satans eftir Salman Rushdie í safnaðarheimili Bústaðakirkju, miðvikudaginn 28. september kl. 14:15 í félagsstarfi eldri borgara.


Félagsstarf eldri borgara í Fossvogsprestakalli fer fram í Bústaðakirkja alla miðvikudaga kl. 13:00-16:00 með sinni fjölbreyttu dagskrá.

 

Margir gestir koma í heimsókn og miðla ýmsum fróðleik og skemmtun, gleði og söng.


Gjarnan fara fram bókakynningar og mun dr. María að þessu sinni fjalla um hina umdeildu bók Salmans Rushdies.


Í eldri borgarastarfinu er tekið í spil, sumir sinna handavinnu og kaffið góða er ávallt á sínum stað.


Bústaðakirkja býður öll hjartanlega velkomin í kirkjuna þennan dag.


slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Eldri borgarar

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.