Ný lýsing í Hallgrímskirkju vinnur til virtra verðlauna

30. nóvember 2022

Ný lýsing í Hallgrímskirkju vinnur til virtra verðlauna

Ný lýsing Hallgrímskirkju

Verkefni um endurnýjun inni- og útilýsingar í Hallgrímskirkju vann til verðlauna í tveimur flokkum alþjóðlegra verðlauna.

Þessir flokkar eru:

"Heritage lighting" og "Spectrum lighting".


Heritage lighting verðlaunin eru veitt verkefnum sem flokkast til bygginga-, menningar- og samfélagsarfleifðar, þar sem lýsing hefur verið hönnuð með einstakri virðingu fyrir viðfangsefninu og nær jafnframt að draga fram einkennandi atriði með smekklegum, jafnvel frumlegum hætti.


Spectrum lighting verðlaunin eru veitt verkefnum þar sem lýsing hefur verið hönnuð sérstaklega með það í huga að nýta litróf ljóssins með frumlegum og vel heppnuðum hætti.


Fjallað er um verðlaunun hér.

Á vef Lisku sem á heiðurinn af lýsingunni segir:

„Hallgrímskirkja er einn mikilvægasti ferðamannastaður á Íslandi og táknmynd Reykjavíkur.

Byggingin er ekki aðeins tilbeiðslustaður, heldur fara þar fram ýmis konar menningarviðburðir.

Þráðlaus lýsing var hönnuð og henni komið upp á þessu ári.

Í lýsingunni er borin virðing fyrir hinum sérstaka byggingarstíl kirkjunnar og gefur möguleika á breytilegri lýsingu eftir því sem við á.“


Sjá á vef Lisku um útilýsinguna og innilýsinguna.

 

slg





  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Kirkjustaðir

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.