Tíminn og trúin

14. desember 2022

Tíminn og trúin

Dr. Sigurjón Árni afhendir Biskupi Íslands bók sína.

Út er komin bókin Timinn og trúin eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson.

Í bókinni rannsakar dr. Sigurjón Árni kirkjuárið og textaraðirnar og gerir jafnframt tilraun til að ritskýra guðsþjónustu íslensku Þjóðkirkjunnar.

Á bókarkápu segir:

„Sömu ritningartextar eru lesnir upp í kristnum guðsþjónustum um heim allan árið um kring og lagt út af þeim í prédikun, söng og bæn.

Segja má að þessir textar birti tiltölulega skýra mynd af kristnum hugmyndaheimi.“

Í bókinni veltir dr. Sigurjón Árni fyrir sér spurningunum:

Hvernig byrjaði þetta allt saman?

Og hvers vegna urðu textaraðirnar kjölfesta kirkjuársins og hver eru innbyrðis tengsl þeirra?

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur skrifað fjölda rita og greina á sviði guðfræðirannsókna undanfarin 30 ár, nú síðast bókina Augljóst, en hulið: Að skilja táknheim kirkjubygginga, sem kom út árið 2020.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir ritar aðfararorð í bókina.

Þar segir hún m.a.

„Þessi bók geymir fjársjóð af fróðleik um sögu textaraðanna, hugsunina bak við þær og tilganginn með því að setja textana einmitt í þá röð sem þeir eru.

Innihald bókarinnar mun því nýtast til fræðslu og meiri skilnings á samhenginu í helgihaldinu og tilgangi þess.“


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Menning

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Biskup

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna