Samstarf Tónskólans og Orgelkrakka

15. desember 2022

Samstarf Tónskólans og Orgelkrakka

Frá jólatónleikum Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar fóru fram í Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 9. desember s.l.

Á tónleikunum komu fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik og fluttu verk tengd aðventu og jólum.

Sérlega ánægjulegt er að nefna nýjung í starfi skólans sem er nám fyrir börn í orgelleik í samstarfi við Orgelkrakka.

Í samstarfinu felst að Tónskóli Þjóðkirkjunnar býður nú börnum að hefja nám í orgelleik í fyrsta sinn í sögu skólans.

Kennslan verður byggð upp á vikulegum einkatímum og reglulegum hóptímum.

Hægt er að senda umsóknir á netfang tónskólans tonskoli@tonskoli.is.

Einnig er hægt að hafa samband í síma 5284430.

Verð fyrir veturinn er 45.000 kr.

Guðný Einarsdóttir organisti og kórstjóri í Háteigskirkju mun annast kennsluna.

Guðný hefur mikla reynslu og menntun sem organisti, kórstjóri og kennari í orgel- og píanóleik.

Hún hefur m.a. réttindi til Suzuki-kennslu á orgel og hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum.

Guðný samdi söguna Lítil saga úr orgelhúsi sem er tónlistarævintýri fyrir börn um undraheima pípuorgelsins.

Félagið Orgelkrakkar varð til í samstarfi hennar og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, organista við Akureyrarkirkju.

Markmið félagsins er að kynna börnum orgelið á skemmtilegan hátt og veita ungum orgelnemendum stuðning og hvatningu.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Barnastarf

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.