Tónlistarlífið í kirkjunni

15. febrúar 2023

Tónlistarlífið í kirkjunni

Dorte Zielke trompetleikari og Sören Johansen orgelleikari

Tónlistarlífið í kirkjunni er mjög blómlegt um þessar mundir.

Form á hefðbundnum tónleikum hefur breyst á undanförnum árum, þar sem meira er um talað orð og jafnvel mynd- og leiksýningar.

Í kvöld 15. febrúar og annað kvöld, 16. febrúar verða tónleikar í Háteigskirkju með sögulegu ívafi og myndum á skjá.

Þá munu Dorte Zielke trompetleikari og Søren Johansen orgelleikari frá Danmörku halda tónleika í orðum, tónum og myndum og segja sögu tveggja danskra tónskálda, þeirra Rued Langgaard og Carl Nielsen.

Dorthe og Søren hafa unnið saman síðan 1998 og haldið yfir 400 tónleika í kirkjum í Danmörku auk þess að hafa komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu.

Fyrri tónleikarnir sem eru í kvöld kl. 20:00 eru um klukkustundar langir.

Þá verða verk eftir tónskáldið Rued Langgaard leikin og saga hans sögð í töluðu máli og með myndum á skjá.

Seinni tónleikarnir sem verða annað kvöld kl. 20:00 eru einnig um klukkustundar langir.

Þá verður dagskráin helguð tónskáldinu Carl Nielsen og verður tónlist hans leikin í nýjum útsetningum fyrir trompet og orgel og saga hans sögð í orðum og myndum.

Aðgangur er ókeypis bæði kvöldin.

 

slg


  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Tónlist

  • Fræðsla

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.