Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett í embætti

9. maí 2023

Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett í embætti

Þann 30. apríl var sannkölluð hátíð í fullsetinni Selfosskirkju. Unglinga- og barnakórar kirkjunnar sungu og léku við hvern sinn fingur og glöddu alla ásamt sunnudagaskólabörnunum. Þá var sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett inn í embætti nýs prests í Árborgarprestakalli.

Það var sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur suðurprófastsdæmis, sem setti sr. Ásu inn í embætti við þetta örtstækkandi og öfluga prestakall. Í prestakallinu eru starfandi sr. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur og sr. Gunnar Jóhannesson, prestur ásamt öflugu starfsfólki og vel skipuðum sóknarnefndum.

Hér má finna heimasíðu Selfosskirkju, en þar eru að finna gagnlegar upplýsingar um starfið og prestakallið.

Kirkjan.is óskar sr. Ásu velfarnaðar í starfi.
  • Frétt

  • Embætti

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna