Tvö sóttu um

27. maí 2023

Tvö sóttu um

Akureyrarkirkja

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 22. maí 2023.

Tvær umsóknir bárust og var önnur þeirra dregin til baka.

Hin er frá sr. Aðalsteini Þorvaldssyni.

 

Prestakallið

Akureyrar- og Laugalandsprestakall nær yfir Akureyri sunnan Glerár ásamt Eyjafjarðarsveit.

Í prestakallinu eru þrjár sóknir, Akureyrarsókn, Grundarsókn og Kaupangssókn.

Sjö kirkjur eru í prestakallinu.

Í Eyjafjarðarsveit er þéttbýli í Hrafnagilshverfi og blómleg landbúnaðarstarfsemi af ýmsum toga í sveitinni.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna  um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

 

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna