Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

3. júní 2023

Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

Skálholtsdómkirkja

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is  verður kjör til víglubiskups í Skálholtsumdæmi 7.- 12. júní n.k.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Prestafélag Suðurlands hefur haft frumkvæði að því að fá þau sem í kjöri eru til að kynna sig og málefni sín á svokölluðum framboðsfundi.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 6. júní kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Hellu.

Á fundinum gefst þeim sem í kjöri eru tækifæri til að kynna sig og sín stefnumál.

Streymt verður frá fundinum en slóðin er hér: https://promynd.is/kirkjan

Upptakan verður aðgengileg fram yfir kosningar.

Allir eru velkomnir á fundinn.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Vígslubiskup

  • Auglýsing

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.