Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

12. júní 2023

Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

Kjör til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fór fram dagana 7.-12. júní.

Kosningu lauk nú á hádegi í dag.

Niðurstaða kosninganna liggur fyrir, en hún var rafræn.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi var endurkjörinn vígslubiskup og fékk hann 425 atkvæði eða 54,98% atkvæða.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða.

Á kjörskrá voru 1444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%.

Átta tóku ekki afstöðu.

 

slg



Myndir með frétt

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.