Biskupskosningar á næsta ári

25. ágúst 2023

Biskupskosningar á næsta ári

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið tímasetningu vegna kosningar biskups Íslands.

Tímasetningin er til samræmis við ákvörðun biskups Íslands um það að ljúka störfum sumarið 2024, en biskup verður sjötug á árinu.

Kjörstjórn hefur borið ákvörðunina undir forsætisnefnd kirkjuþings, sem hefur samþykkt þær, í samræmi við starfsreglur kirkjuþings nr. 9/2021-2022.

Kosningin fer fram 7. til 12. mars 2024.

Viðmiðunardagur kosningaréttar er 11. janúar 2024.

Tilnefningar verða frá 1.- 6. febrúar 2024

Tímaáætlun kjörstjórnarinnar tekur mið af tilkynningu núverandi biskups Íslands um starfslok sín sumarið 2024, en í nýjárspredikun sinni í upphafi þessa árs lýsti biskup því yfir að hún myndi láta af störfum 1. júlí 2024 vegna aldurs.



slg


  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.