Fyrsta valsamessan á Íslandi

28. ágúst 2023

Fyrsta valsamessan á Íslandi

Gísli Snær og Auður Laufey stíga vals

Fyrsta valsamessan svo vitað sé var í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. ágúst kl. 11:00.

Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar lék forspil í valstakti á harmónikku.

Eftir forspilið var hefðbundið messuform með sálmum úr sálmabókinni, en allir sálmarnir voru leiknir í valstakti.

Það kom fram í máli sóknarprestsins sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar að komið hefði í ljós að mjög margir sálmar í sálmabókinni séu í valstakti.

Sálmarnir sem voru sungnir eru eftirfarandi:

Sálmur nr. 390 Líður að dögun.

Sálmur nr. 273 Stjörnur og sól.

Sálmur nr. 723 Ég leit eina lilju í holti.

Sálmur 216 Mikli Drottinn dýrð sé þér.

Sálmur 619 Þú kirkja Guðs í stormi stödd.

Eftir predikun og undir eftirspilinu dönsuðu systkinin Gísli Snær Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir vals.

Gísli Snær er 13 ára og ætlar að fermast í vor, en Auður Laufey er alveg að verða 11 ára.

Þau byrjuðu samtímis að æfa dans hjá Dansskóla Köru þegar þau voru 4ra og 6 ára.

Þau tóku í hönd kirkjugesta ásamt sóknarprestinum í lok guðsþjónustunnar, en það mátti sjá nokkra stíga valsspor á leið út kirkjugólfið.

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna