Þjóðkirkjan tekur þátt í gulum september

29. ágúst 2023

Þjóðkirkjan tekur þátt í gulum september

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Með gulum september vill hópurinn auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Þessi tími ársins er valinn fyrir átakið í tilefni þess að Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10.september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10.október.

Það er von undirbúningshópsins að gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Slagorðin er allt í gulu? og er allt í gulu á þínum vinnustað? verða kynnt til sögunnar.

Slagorðin vísa til samkenndar þess að láta sig náungann varða og hlú saman að geðheilsunni.

Í dagskránni í ár er sérstök áhersla lögð á geðrækt á vinnustöðum.

Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að kynna gulan september og vonast er til að félög, stofnanir og fyrirtæki, stór og smá geti tekið höndum saman, tekið þátt og dreift boðskapnum.

Hugmyndir að því hvernig hægt er að taka þátt eru til dæmis að klæðast einhverju gulu, ekki síst á gula deginum 7. september og gera gulum vörum hátt undir höfði í verslunum.

Auk þess mætti nota myllumerkið #gulurseptember  á samfélagsmiðlum.

Að verkefninu standa fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.

Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir er í undirbúningshópnum fyrir hönd Þjóðkirkjunnar og getur hún veitt allar nánari upplýsingar um hvað gera má til að vekja athygli á átakinu.

Dagskráin er sem hér segir:

1. september – Formleg opnun vitundarvakningar.

7. september – Gulur dagur.

7. september – Gular geðræktargöngur víða um land.

10. september kl. 20:00 - Kyrrðarstund í Garðakirkju og fleiri kirkjum.

10. september kl. 21:00-23:00 – Tónleikar á vegum Píeta samtakanna á Kex Hostel.

19. september – Áfall, hvað svo? Viðburður á vegum Geðhjálpar.

28. september – Málþing á vegum Embættis landlæknis, Virk og Vinnumálastofnunar.

4. október - Málþing kl. 14:00-16:00 á vegum Píeta samtakanna í Iðnó.

10. október – Viðburður á vegum 10. október hópsins, í Bíó Paradís.

Auk þess má geta þess að stund verður í Langholtskirkju sunnudaginn 1. október  kl.  17:00.

Ber hún yfirskriftina - Sorg í kjölfar sjálfsvíga.

Nánar um gulan september má finna hér.

Hér má auk þess finna facebook síðu fyrir Gulan september hér. 

 

slg


  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Forvarnir

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní