Kyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju

30. ágúst 2023

Kyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju

Grensáskirkja

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ásamt Grensáskirkju bjóða upp á námskeið um kyrrðarbæn laugardaginn 2. september kl. 10:00-15:00 í Grensáskirkju.

Hvað er kyrrðarbæn?

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni.

Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur.

Í frétt frá Grensáskirkju segir að:

„þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir meðal annars til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.“


Kennarar námskeiðsins eru sr. María G. Ágústsdóttir, prestur í Grensáskirkju, sr. Bára Friðriksdóttur og Ingunn Björnsdóttir, sálgætir og nemandi í andlegri leiðsögn.

María, Bára og Ingunn eru með kennsluréttindi í kyrrðarbæn og hafa ástundað hana um langt árabil.

Námskeiðsgjald er kr. 4.000, en innifalið í gjaldinu er léttur hádegisverður og námsgögn.

Nokkrum dögum fyrir námskeiðið fá þátttakendur kröfu í heimabankann sinn fyrir námskeiðsgjaldinu.

Skráning er hér.  

Einnig segir í fréttinni:

„Ef spurningar vakna má senda tölvupóst á Ingunni á netfangið ingunnbjornsdottir@simnet.is, en hún veitir nánari upplýsingar.

Einnig svarar séra María fyrirspurnum sem sendar eru á netfangið maria@kirkja.is.

Námskeiðið er öllum opið.


slg



Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Fræðsla

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna