Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

31. ágúst 2023

Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

Krísuvíkurkirkja

Hin árlega haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 3. september kl. 14:00.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarsókn, messar og Kári Þormar nýr organisti Hafnarfjarðarprestakalls leikur á orgel.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur.

Við lok messu verður Upprisa, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson tekin niður og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún á sér veturstað í kirkjuskipinu.

Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist Konan mín.

Í Hafnarfjarðarkirkju verður sama dag messa kl. 11:00 að venju en þar verður dagur kærleiksþjónustunnar hafður í hávegum.

Sr. Jónína þjónar ásamt Sigríði Valdimarsdóttir djákna og kennara en Sigríður mun einnig prédika.

Öll eru hjartanlega velkomin í helgihald í Hafnarfjarðarprestakalli alla sunnudaga.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kærleiksþjónusta

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.