Þrjár umsóknir bárust

19. október 2023

Þrjár umsóknir bárust

Grundarfjarðarkirkja

Biskup Íslands auglýsti nýlega starf sóknarprests við Setbergsprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 16. október s.l.

Þrjár umsóknir bárust.

Tveir umsækjendur óska nafnleyndar.

Þriðji umsækjandinn er Laufey Brá Jónsdóttir mag. theol.


Prestakallið

Setbergsprestakall er Grundarfjarðarbær á norðanveru Snæfellsnesi.

Í prestakallinu er einn þéttbýlisstaður og dreifbýli.

Prestakallið er ein sókn, Setbergssókn, með tvær kirkjur, Grundarfjarðarkirkju og Setbergskirkju.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda, en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Biskup

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.