Jólakveðja frá Tónskóla þjóðkirkjunnar

13. desember 2023

Jólakveðja frá Tónskóla þjóðkirkjunnar

Nemendur Tónskólans ásamt skólastjór

Jólatónleikar Tónskóla þjóðkirkjunnar fóru fram 8. og 9. desember.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar þá voru fyrri tónleikarnir orgeltónleikar.

„Þar komu fram orgelnemendur skólans á öllum aldri og öllum stigum.

Á seinni tónleikunum voru kórstjórnarnemendur Tónskóla þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands í aðalhlutverki í stjórnun og kórsöng.

Nemendur stóðu sig öll með miklum sóma og við þökkum þeim fyrir framlag þeirra um leið og við óskum öllum nemendum, kennurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári“

segir Guðný Einarsdóttir


slg


Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Kirkjustarf

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.