Barnakórastarf í Guðríðarkirkju í þremur hópum

27. febrúar 2024

Barnakórastarf í Guðríðarkirkju í þremur hópum

Barnakórastarfið í Guðríðarkirkju í Grafarholti hefur vaxið og dafnað undanfarin ár.

Barnakórarnir eru hvorki meira né minna en þrír talsins.

Börn á aldrinum tveggja til þriggja ára tilheyra Bangsakór.

Börn á aldrinum fjögurra til fimm ára tilheyra Krílakór og börn í fyrsta bekk grunnskólans tilheyra Stjörnukór.

Að sögn sr. Maríu Rutar Baldursdóttur prests í Guðríðarkirkju þá koma vikulega um 50 börn saman í kirkjunni og æfa í 30-40 mínútur senn.

„Kórastarfið er gjaldfrjálst og er öllum boðið upp á hressingu fyrir eða eftir kennslu.

Áherslan í yngri kórunum er sönggleði og samvera og eru foreldrar hvattir til að taka þátt í stundinni.

Börnin fá þó líka tækifæri til þess að æfa sjálfstæði í gegnum skemmtilegar æfingar og leiki.

Í eldri hópum er auk þess áhersla á að efla taktskyn, tóneyra og tónsköpun.

Lagt er upp með að kórarnir komi fram í að minnsta kosti einni messu á hvorri önn og í lok annar eru haldnir glæsilegar tónleikar þar sem kórarnir láta ljós sitt skína“

segir sr. María Rut.

Með kórstjórn fara Alda Dís Arnardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Barnastarf

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.