Alþjóðlegi bænadagurinn á Egilsstöðum

4. mars 2024

Alþjóðlegi bænadagurinn á Egilsstöðum

Kirkjan.is sagði frá því fyrir helgi að Alþjóðlegi bænadagurinn hafi verið á föstudaginn og voru bænastundir víða um land.

Meðal annars voru samkomur í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og í Húnaþingi og á fleiri stöðum á landinu.

Eins og fram kemur í fréttinni var bænadagurinn haldinn hátíðlegur á Austurlandi.

Að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, prests í Egilsstaðaprestakalli og tengils kirkjan.is á Austurlandi, þá hittist fólk til að biðja með orðum og reynslu frá konum í Landinu helga, kristnum konum í Palestínu, sem tengja lífsreynslu sína við landið, náttúruna og söguna.

„Í Kirkjuselinu Fellabæ, sameinuðumst við í bæn fyrir friði og fyrir öllum sem nú þjást vegna stríðs og ófriðar.

Gömul ólífutré, sítrusávextir, lífssögur og reynsla kvenna á sársaukafullum tímum í Landinu helga var inntak bænadagsins í ár.

Til að heiðra löndin við botn Miðjarðarhafsins reiddum við fram léttar veitingar sem tengja okkur í bragði, lykt og sjón við Landið helga og fólkið sem þar lifir.

Á altarinu var lítið sítrustré í sítrónukransi sem minnti á Landið helga og náttúru þess.

Á matarborðinu voru döðlur, möndlur, apríkósur, flatbrauð, alls konar ídýfur og sérlega ljúffeng kúskúskaka í boði organistans, Sigríðar Laufeyjar Sigurjónsdóttur.

Það var góð þátttaka í bæn og samstöðu um frið, umburðarlyndi og réttlæti í heiminum sem Guð elskar“

segir sr. Kristín Þórunn

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá bænadeginum.  

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur í Egilsstsðaprestakalli og prófastur í Austurlandsprófastsdæmi blessar söfnuðinn.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.