Tilkynning frá kjörstjórn

15. mars 2024

Tilkynning frá kjörstjórn

Kærufresti vegna tilnefninga til biskupskjörs lauk á hádegi í dag, 15. mars, sbr. 3. mgr. 14. gr. starfsreglna nr. 9/2021-2022  um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Kjörstjórn barst engin kæra.

Þá hafa þau þrjú sem flestar tilnefningar hlutu gefið kost á sér í kjörinu, sbr. 4. mgr. 14. gr. nefndra starfsreglna.

Því tilkynnist hér með að neðangreind verða í kjöri til biskups Íslands:

Sr. Elínborg Sturludóttir

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Eins og áður hefur verið auglýst hefst kosningin kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.