Annar kynningarfundur biskupsefnanna í Egilsstaðakirkju

23. mars 2024

Annar kynningarfundur biskupsefnanna í Egilsstaðakirkju

Annar kynningarfundur biskupsefnanna fór fram í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn s.l. Biskupsefnin höfðu verið á ferðinni á austurlandi fyrir fundinn og tekið hús á leikum og lærðum, sem ganga til kosninga þann 11. apríl. Kosningu lýkur þann 16. apríl.

Fundarstjórn var í höndum sr. Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur, prófasts, sem fórst það af sínum alþekkta myndugleika. Góður bragur var gerður af fundinum og fóru fundargestir heim með gott fóður að melta.

Hér er hægt að horfa á fundinn.

Framundan er þriðji kynningarfundur biskupsefnanna, sem verður í Breiðholtskirkju mánudaginn 25. mars, kl. 19:30. Fundurinn verður að sjálfsögðu í streymi, bæði á kirkjan.is og á FB síðu þjóðkirkjunnar.  


Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Viðburður

  • Streymi

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.