Kynningarfundur á Löngumýri í Skagafirði í dag

4. apríl 2024

Kynningarfundur á Löngumýri í Skagafirði í dag

Langamýri-kirkjumiðstöð í Skagafjarðarprestkalli

Eins og fram hefur komið verða kosningar til embættis biskups Íslands dagana 11.-16. apríl.

Kosning er rafræn og hefst kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl.

Kynningarfundir á þeim þremur frambjóðendum sem efst voru i tilnefningarferlinu fá tækifæri á þessum fundum til að kynna sig og málefni sín.

Auk þess er boðið upp á fyrirspurnir.

Nú þegar hafa verið haldnir fundir í Suðurprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmum, Kjalarnesprófastsdæmi, Austurlandsprófastsdæmi og nú síðast í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Upptökur af öllum þessum fundum má finna hér.

Þrír kynningarfundir eru eftir:

Í dag 4. apríl verður kynningarfundur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Verður hann haldinn á Löngumýri í Skagafirði kl. 17:00-19:00.

Fundurinn verður í beinu streymi á kirkjan.is og auk þess aðgengilegur áfram á netinu.

Tveir kynningarfundir verða í næstu viku.

Í Vestfjarðaprófastsdæmi verður fundurinn haldinn í Fræðslusetri Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 og loks verður kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 -19:00.

Allir fundirnir verða í beinu streymi á kirkjan.is og síðan aðgengilegir áfram á vefnum.

 

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fundur

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.