Kynningarfundur á Löngumýri í Skagafirði í dag

4. apríl 2024

Kynningarfundur á Löngumýri í Skagafirði í dag

Langamýri-kirkjumiðstöð í Skagafjarðarprestkalli

Eins og fram hefur komið verða kosningar til embættis biskups Íslands dagana 11.-16. apríl.

Kosning er rafræn og hefst kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl.

Kynningarfundir á þeim þremur frambjóðendum sem efst voru i tilnefningarferlinu fá tækifæri á þessum fundum til að kynna sig og málefni sín.

Auk þess er boðið upp á fyrirspurnir.

Nú þegar hafa verið haldnir fundir í Suðurprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmum, Kjalarnesprófastsdæmi, Austurlandsprófastsdæmi og nú síðast í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Upptökur af öllum þessum fundum má finna hér.

Þrír kynningarfundir eru eftir:

Í dag 4. apríl verður kynningarfundur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Verður hann haldinn á Löngumýri í Skagafirði kl. 17:00-19:00.

Fundurinn verður í beinu streymi á kirkjan.is og auk þess aðgengilegur áfram á netinu.

Tveir kynningarfundir verða í næstu viku.

Í Vestfjarðaprófastsdæmi verður fundurinn haldinn í Fræðslusetri Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 og loks verður kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 -19:00.

Allir fundirnir verða í beinu streymi á kirkjan.is og síðan aðgengilegir áfram á vefnum.

 

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fundur

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.