Færir foreldrar á foreldramorgni

29. apríl 2024

Færir foreldrar á foreldramorgni

Áhugavert samstarf er framundan með Hallgrímskirkju, Háteigskirkju og Bústaðakirkju varðandi fræðslu fyrir foreldra.

Hrafnhildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, faggildur leiðbeinandi í skyndihjálp og með réttindi sem Gottman Bring baby home educator annast um fræðslu fyrir foreldra ungra barna í Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. maí nk. kl. 10:00.

Fluttur verður léttur og skemmtilegur fyrirlestur þar sem spjallað er um foreldrahlutverkið og parasambönd.

Um er að ræða hagnýta fræðslu fyrir foreldra ungra barna þar sem viðfangsefnin eru meðal annars:

Ég, þú við, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið.

Barnið heim, hvað svo? Áskoranir í nýju hlutverki.

Þroski barna og tengslamyndun.

Hvernig leysum við ágreining?

Hvernig höldum við nándinni?


Verkefnið er eins og áður segir samstarfsverkefni Hallgrímskirkju, Háteigskirkju og Bústaðakirkju.

Umsjón með dagskránni hefur Ragnhildur Bjarnadóttir tónlistarkennari.

Öll eru velkomin og þátttaka er ókeypis.

Dagskráin hefst fimmtudaginn 2. maí kl. 10.00 í Bústaðakirkju.


slg


Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Forvarnir

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.