Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn 8. maí 2024

3. maí 2024

Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn 8. maí 2024

Aðalfundur ÆSKÞ, Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar mun fara fram miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 17.30 í Neskirkju í Reykjavík og á Zoom.

Húsið opnar kl. 17.00.

Fólk er hvatt til að huga að framboði til stjórnar fyrir fundinn.

Að þessu sinni verður kosið um gjaldkera til eins árs þar sem núverandi gjaldkeri lætur af störfum eftir eitt starfsár, ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára auk fimm varamanna til eins árs.

Í frétt frá ÆSKÞ er „það að starfa í stjórn félagasamtaka á borð við ÆSKÞ gefandi og lærdómsríkt.

Í stjórn situr að jafnaði fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi bakgrunn í æskulýðsmálum og á breiðu aldurbili.

Prestar, djáknar, æskulýðsfulltrúar, æskulýðsleiðtogar og þátttakendur í æskulýðsstarfi eru hvött til að gefa kost á sér í stjórn.

Þau sem vilja fá frekari upplýsingar um hvernig það er að starfa í stjórn ÆSKÞ geta sent tölvupóst á solveig@aeskth.is."

Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Öll gögn aðalfundar verða aðgengileg á heimasíðu ÆSKÞ.

Við minnum á að önnur mál og tillögur, sem aðildarfélög óska að tekin verði fyrir á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar ÆSKÞ starfar í Neskirkju við Hagatorg.


slg


  • Auglýsing

  • Fundur

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.