Sumarstarf kirkjunnar að hefjast

22. maí 2024

Sumarstarf kirkjunnar að hefjast

Bústaðakirkja

Nú þegar hvítasunnan er liðin og fermingar brátt búnar, fer kirkjustarfið oftast nær í nýjan búning.

Vetarstarfið einkennist af fjölbreyttu barna- og æskulýðsstarfi, auk starfs fyrir eldri borgara og ýmis konar hópastarf er víðast hvar alla daga vikunnar.

Sumarstarfið er oftast lágstemmdara, enda margt starfsfólk safnaðanna í sumarfríi og þau sem sækja vetrarstarfið komin í annan gír.

Þó er messað um allt land og alla sunnudaga á höfuðborgarsvæðinu.

Sem dæmi um sumarstarf kirkjunnar má nefna að í stað messu kl. 13:00 í Bústaðakirkju yfir veturinn verða í sumar kvöldmessur í allt sumar, á sunnudagskvöldum kl. 20:00.

Næst komandi sunnudag, 26. maí kl. 20:00 verður skipt yfir í sumargírinn.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista Grensáskirkju.

Sr. Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum.


Að sögn sr. Þorvalds eru „kvöldmessurnar látlausari og heimilislegri heldur en við eigum að venjast í helgihaldinu yfir vetrartímann.

Helgihaldið er ekki tónað og skrúðinn ekki nýttur.

Einhverjir hafa nefnt að þröskuldurinn sé lægri til þátttöku í kvöldmessunum í Bústaðakirkju, en í hefðbundnu helgihaldi“ segir sr. Þorvaldur.

„Í þessari fyrstu kvöldmessu munu félagar úr Kammerkórnum syngja, en í kvöldmessunum í sumar mun hópurinn síðan skiptast á að leiða sönginn og einnig flytja einsöng“ segir sr. Þorvaldur að lokum.


slg


  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní