Eitt allra stærsta gripasafn sem til er

27. maí 2024

Eitt allra stærsta gripasafn sem til er

Út er komið annað bindi um fornleifarannsóknir í Skálholti.

Uppgröfturinn var unninn af Fornleifastofnun Íslands undir stjórn dr. Gavin Lucas og Mjallar Snæsdóttur á árunum 2002-2007.

Annað bindið sem nú er komið út í fallegu bandi er helgað rannsóknum á þeim fjölmörgu forngripum sem komu í ljós við uppgröftinn, en safnið samanstendur af um 10.000 gripum og er eitt allra stærsta gripasafn sem komið hefur í ljós við fornleifauppgröft hér á landi.

Myndir af öllum gripunum má sjá í bókinni.

Sem dæmi má nefna að hér er að finna byggingarefni, matarílát, klæði, listmuni, verkfæri og mynt.

Þetta er annað bindi í þriggja binda verki.

Fyrsta bindið var helgað byggingum og sögu staðarins og síðasta bindið mun fjalla um margvíslegar umhverfisrannsóknir á svæðinu, en ráðgert er að það komi út árið 2025.

Rannsóknin í Skálholti var styrkt af ýmsum sjóðum og stofnunum.

Efst á blaði þar eru Kristnihátíðarsjóður, Rannís, Alþingi, Fornminjasjóður, Háskóli Íslands og Þjóðkirkjan.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Menning

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Útgáfa

  • Fræðsla

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.