Nýkjörinn biskup Íslands fær afhent kjörbréf

30. maí 2024

Nýkjörinn biskup Íslands fær afhent kjörbréf

Nýkjörinn biskup Íslands ásamt kjörstjórn

Í gær miðvikudaginn 29. maí 2024 fékk sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli afhent kjörbréf sitt, en hún var kjörinn biskup Íslands þann 7. maí síðast liðinn.

Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin af nýkjörnum biskupi ásamt kjörstjórninni.

Kjörbréfið hljóðar þannig:

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar gjörir kunnugt:

Með vísan til 2. mgr. 18. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022 og á grundvelli kosninga sem fóru fram nýlega og lauk 7. maí 2024, hefur sr. Guðrún Karls Helgudóttir kt. 270469-4779 verið kjörin biskup Íslands til að gegna embættinu í sex ár frá og með 1. júlí 2024, sbr. 1. mgr. 2. gr. ofangreindra starfsreglna.

Reykjavík, 29. maí 2024

Anna M. Karlsdóttir formaður, Andri Árnason Anna Sigríður Pálsdóttir.

slg


  • Fundur

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní