Góður gestur frá landinu helga

28. júní 2024

Góður gestur frá landinu helga

Sr. Sally Azar

Kirkjan.is sagði nýlega frá því að haldnir verða Kirkjudagar í lok ágúst.

Verður eitthvað um að vera í heila viku eða frá 25. ágúst til 1. september þegar nýr biskup Íslands verður vígður.

Fjölmargir góðir gestir koma til landsins í tengslum við Kirkjudaga og biskupsvígsluna.

Höfuðbisukupar Norðurlandanna koma til vígslunnar og fulltrúar frá öðrum kirkjum sem íslenska þjóðkirkjan á í samstarfi við.

Meðal þeirra erlendu gesta sem halda munu erindi á kirkjudögunum er sr. Sally Azar, prestur lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu helga.

Sally er fyrsti kvenkyns presturinn í Landinu helga af palestínskum uppruna.

Sr. Sally Azar mun ræða um þjónustu kirkjunnar á átakasvæðum á málstofu á Kirkjudögum, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 18:00, taka virkan þátt í helgistund kl. 21:00 sama dag og flytja bæn í biskupsvígslunni.

Sr. Sally Azar lærði guðfræði í Líbanon og hélt þaðan til framhaldsnáms í guðfræði og fjölmenningu við Göttingen í Þýskalandi.

Hún er í stjórn Lútherska heimssambandsins sem fulltrúi Asíu og hefur komið að verkefnum sem snerta réttindi kvenna í Miðausturlöndum.

 

slg


  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní