Húsfyllir við kveðjumessuna

30. júní 2024

Húsfyllir við kveðjumessuna

Sr. Guðrún kveður

Sr. Guðrún Karls- Helgudóttir verðandi biskup Íslands kvaddi söfnuð sinn í Grafarvogskirkju í kaffihúsamessu í morgun kl. 11:00.

Hún hefur þjónað söfnuðinum í 16 ár.

Kirkjan var troðfull þegar sr. Guðrún predikaði og þjónaði fyrir altari.

Kór Grafarvogskirkju leiddi söng og Hákon Leifsson var organisti.

Sr. Guðrún tekur formlega við embætti biskups Íslands á morgun 1. júlí, en hún verður vígð eins og áður hefur komið fram þann 1. september næstkomandi í lok kirkjudaganna.

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Ragnhildur Ásgeirsdóttir.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.