Umsækjendur um Hafnarfjarðarprestakall

9. ágúst 2024

Umsækjendur um Hafnarfjarðarprestakall

Hafnarfjarðarkirkja

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall í Kjalarnessprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október n.k.

Tíu umsóknir bárust:

Sr. Dagur Fannar Magnússon

Bjarki Geirdal Guðfinnsson, mag. theol.

Átta umsækjendur óska nafnleyndar.

Prestakallið

Sóknarmörk Hafnarfjarðarsóknar liggja austan Reykjavíkurvegar, að Áslandi austan Reykjanesbrautar og Hvaleyrarholt vestan Reykjanesbrautar. Hafnarfjarðarsókn, sem tilheyrir Kjalarnesprófastsdæmi, er fjölmenn sókn með 15.352 íbúa.

Í sókninni eru 4 grunnskólar, 8 leikskólar, 1 framhaldsskóli, 2 heilsugæslustöðvar og eitt hjúkrunarheimili.

Gott samstarf kirkjunnar er við allar þessar stofnanir.

Í Hafnarfjarðarprestakalli er ein sóknarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja auk Krýsuvíkurkirkju sem endurvígð var árið 2022.

Hafnarfjarðarkirkja er eitt af megin kennileitum Hafnarfjarðar og á sér langa og viðburðaríka sögu innan samfélagsins.

Kirkjan sjálf er afar vel staðsett í hjarta bæjarins og er allur aðbúnaður góður.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.


slg





  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna