Áhugaverðar málstofur á fyrsta degi Kirkjudaganna

12. ágúst 2024

Áhugaverðar málstofur á fyrsta degi Kirkjudaganna

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hefjast sunnudaginn 25. ágúst með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Næstu daga fara fram afar áhugaverðar málstofur í Lindakirkju, sem verður aðalvettvangur Kirkjudaganna.

Fyrsta daginn mánudaginn 26. ágúst verða eftirfarandi málstofur í boði:

Kl. 18:00 Sálgæsla og tónlist - Tónmóðir eilífðarinnar.

Erna Blöndal söngkona sér um þá málstofu, sem fram fer í kirkjunni.

Í safnaðarheimilinu er á sama tíma málstofa með yfirskriftinni:

Umhyggja, samfylgd og sálgæsla - að bregðast við áföllum í barna og æskulýðsstarfi.

Það eru sr. Guðni Már Harðarson og sr. Dís Gylfadóttir, sem sjá um þessa málstofu.

Í kennslustofunni er málstofa sem ber yfirskriftina:

Þegar akurinn kemur til okkar.


Kl. 19:00 verða þættir sálgæslu A í kirkjunni í umsjá sr. Gunnars Rúnars Mattíassonar og sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar.

Á sama tíma verður í safnaðarheimilinu málstofan:

Sálgæsla í söfnuði - rótfesti og friður í hjarta í umsjá Ástu Ágústsdóttur djákna og sr. Sigurðar Arnarsonar.

Í kennslustofunni verður málstofan:

Hvernig geta bænaaðferðir úr hugleiðslustarfi kristinnar trúar stuðlað að innri friði?

Þessi málstofa er í umsjá Bylgju Dísar Gunnarsdóttur.

Kl. 20:00 verða þættir sálgæslu A í umsjá sr. Gunnars Rúnars Matthíassonar og sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar.

Í safnaðarheimilinu verður málstofa um starf sorgarmiðstöðvar.

Það er Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri, sem sér um hana.

Að lokum verður málstofa í kennslustofunni sem ber yfirskriftina:

Sálgæsla, nærvera, snerting í umsjá Önnu Huldu Júlíusdóttur djákna.

Málstofur daganna þar á eftir verða kynntar á fréttavefnum næstu daga.

 

slg



  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Biskup

  • Eldri borgarar

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.