Kvæðamessa á Akureyri

15. ágúst 2024

Kvæðamessa á Akureyri

Glerárkirkja og Akureyrarkirkja standa saman að fjölbreyttum sumarmessum í Akureyrarkirkju kl. 11:00 á sunnudögum.

Sunnudaginn 18. ágúst verður bryddað upp á þeirri nýung að halda kvæðamessu með Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík stund er haldin, þar sem íslensk kvæði með trúarlegum tilvísunum eru kveðin á milli hefðbundinna liða guðsþjónustunnar.

Vísur eftir Steingrím Thorsteinson, Jón Magnússon og Stefán frá Hvítadal munu hljóma í fagurri hvelfingu Akureyrarkirkju, auk þjóðvísna sem eru alþekktar.

Ein vísa Steingríms er svona:

Tölum við um tryggð og ást,

tíma löngu farna,

unun sanna, er aldrei brást,

eilífa von guðs barna.

Nú eru liðin 95 ár frá stofnun Kvæðamannafélagsins Iðunnar í Reykjavík, þann 15. september árið 1929.

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri er nokkuð yngra, stofnað árið 2005 og fagnar því 20 ára afmæli sínu á næsta ári.

Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir leiðir guðsþjónustuna ásamt félögum úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Myndin sem fylgir fréttinni er úr Bændablaðinu.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.