Kvæðamessa á Akureyri

15. ágúst 2024

Kvæðamessa á Akureyri

Glerárkirkja og Akureyrarkirkja standa saman að fjölbreyttum sumarmessum í Akureyrarkirkju kl. 11:00 á sunnudögum.

Sunnudaginn 18. ágúst verður bryddað upp á þeirri nýung að halda kvæðamessu með Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík stund er haldin, þar sem íslensk kvæði með trúarlegum tilvísunum eru kveðin á milli hefðbundinna liða guðsþjónustunnar.

Vísur eftir Steingrím Thorsteinson, Jón Magnússon og Stefán frá Hvítadal munu hljóma í fagurri hvelfingu Akureyrarkirkju, auk þjóðvísna sem eru alþekktar.

Ein vísa Steingríms er svona:

Tölum við um tryggð og ást,

tíma löngu farna,

unun sanna, er aldrei brást,

eilífa von guðs barna.

Nú eru liðin 95 ár frá stofnun Kvæðamannafélagsins Iðunnar í Reykjavík, þann 15. september árið 1929.

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri er nokkuð yngra, stofnað árið 2005 og fagnar því 20 ára afmæli sínu á næsta ári.

Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir leiðir guðsþjónustuna ásamt félögum úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Myndin sem fylgir fréttinni er úr Bændablaðinu.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.