Sr. Sally Azar með málstofu á kirkjudögum

15. ágúst 2024

Sr. Sally Azar með málstofu á kirkjudögum

Sr. Sally Azar

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar fara fram 25. ágúst til 1. september og hefjast með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups og lýkur með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur verðandi biskups Íslands.

Á kirkjudögunum verða afar áhugaverðar málstofur í Lindakirkju í Kópavogi alla dagana.

Fimmtudaginn 29. ágúst er dagskráin á þessa leið:

Kl. 18:00

Sr. Sally Azar prestur í Palestínu verður í samtali við dr. Sivin Kit frá Lútherska heimssambandinu.

Sjá frétt um sr. Sally Azar sem birtist á kirkjan.is is  fyrr í sumar.

Dr. Sivin Kit er guðfræðingur frá Malaysiu, og er yfirmaður Department for Theolgy, Mission And Justice hjá Lútherska heimssambandinu í Genf.

Í málstofunni munu þau ræða saman um Lútherska heimssambandið sem friðflyjanda.

Málstofan fer fram á ensku.

Þá verður Kristniboðssambandið með málstofu sem ber yfirskriftina:

70 ára kröftug kirkja í Konsó, en í haust eru 70 ár liðin frá komu fyrstu kristniboðanna til Konsó í Eþíópíu.

Kl. 19:00 verður dr. Sivin Kit með málstofu sem ber yfirskriftina:

Hvað er Lútherska heimssambandið?

Málstofan fer fram á ensku.

Á sama tíma verður Kristniboðssambandið með aðra málstofu sem ber yfirskriftina:

Kristniboð er friðarstarf.

Hverju breytir fagnaðarerindið í heimi sterkra þjóðflokkahyggju og hvar liggja áskoranirnar?

Kl. 20:00 er þriðja málstofan á vegum Kristniboðssambandsins, sem ber yfirskriftina:

Ofsóknir – andhverfa friðarins.

Þar verður fjallað um ofsóknir á hendur kristnu fólki um víða veröld, stöðu mála, hvar ofsóknir eru mestar, hvers vegna og hver sé ábyrgð okkar.

Á sama tíma verður sr. Heiðrún H. Bjarnadóttir Beck sóknarprestur í Borgarnesi með málstofu sem ber yfirskriftina:

Fólk á flótta?


slg


  • Biskup

  • Flóttafólk

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.